Taktu Snarlið með þér

Hér er að finna glænýja seríu af Snarlinu. Snillingarnir Matti, Móa, Áslaug, Alexandra, Karl og Baldvin eru mætt aftur og galdra fram skemmtilega sumar rétti.

Hvort sem það er ískalt appelsínu krap, eða ævintýralegt ferðalaga nesti ,uppskriftirnar eru allar einfaldar og henta vel fyrir alla káta krakka sem eru að taka sín fyrstu skref í eldhúsinu.

Ferðalaganesti

Alexandra og Áslaug

Í nestistösku Alexöndru og Áslaugar pökkuðu þær eftirfarandi:

 • Heimagert granóla
 • Gulrætur
 • Hnetumix
 • Gúrkuvatn
 • Súkkulaðirúsínur
 • Blandaðir ávestir
 • Dressing fyrir gulræturnar
 • Kjúklingavefja

Hér er lykilatriðið að velja sér eitthvað bragðgott og hollt í bland við annað góðgæti. Nesti á að vera skemmtilegt og fjölbreytt því þá er svo gaman að borða það.

 

Steik og bernaise

Alexandra og Áslaug

2 vænar rib-eye steikur

Bernaise sósa:

 • 300 g smjör
 • 3 eggjarauður
 • ½ tsk. bernaise essense
 • ½ tsk. estragon
 • ¼ tsk. kjötkraftur
 • Salt og pipar

Bræðið smjörið.

Pískið eggjarauðurnar vel og hellið síðan smjörinu rólega saman við. Ef sósan verður of þykk skal setja smá vatn til að þynna hana.

Hellið öllu smjörinu saman við. Pískið vel. Hellið bernaise essense saman við og estragoni.

Geymið í hitabrúsa uns kjötið er tilbúið.

Steikin

Takið kjötið úr kæli klukkutíma áður en það fer á grillið.

Saltið og piprið það áður.

Passið upp á að grillið sé vel heitt áður en steikurnar fara á grillið.

Grillið steikurnar í 5 mínútur á hvorri hlið.

Að grillun lokinni skal leyfa kjötinu að hvíla í nokkrar mínútur.

Þekkir þú bragðið?

Tungan skynjar allar fimm bragðtegundirnar; sætt, súrt, salt, beiskt og umami.
Hvað eru Alexandra og Áslaug að fara smakka blindandi? Kíkjum á það…

Heimagert granóla

Matti og Móa

 •  2 ¼ bolli hafrar
 • 1 ½ bolli Rice Krispies, hafrar, möndlur,  hunang, ljós púðursykur, smjör og súkkulaðibitar.
 • ¼ bolli saxaðar möndlur
 • ⅓ bolli hunangi
 • ½ bolli ljos puðursykur
 • 6 msk. smjör
 • ½ bolli súkkulaðibitar

Aðferð:

Setjið smjör- eða álpappír í það form sem þið viljið nota.

Bræðið saman í potti smjöri, púðursykri og hunangi og hrærið saman þar til blandan er orðin vel blönduð saman.

Í aðra skál skal setja hafra, púðursykur og möndlur. Blandið vel saman.

Þegar smjörblandan er tilbúin í pottinum skal hella henni varlega yfir hafrablönduna og hræra varlega saman. Að síðustu skal bæta við súkkulaðibitunum.

Hellið blöndunni í formið og þéttið vel með höndunum.

Kælið í 1-2 klukkustundir.

Brjótið granólað niður eða skerið það og geymið í loftþéttu íláti.

Krap og appelsínuklakar

Matti og Móa

 • 6-10 appelsínur
 • Klakapokar

Aðferð:

Takið appelsínurnar og skerið þær varlega í tvennt.

Kreystið safann vel úr þeim. Best er að nota safapressu.

Fyllið einn klakapoka.

Setjið afganginn af safanum í fat eða á disk.

Setjið í frysti í 3-6 klukkustundir.

Til að búa til krapið er það skafið upp með gaffli og sett í glas.

Appelsínuklakinn er settur saman við vant og sódavatn.

Þekkir þú bragðið?

Tungan skynjar allar fimm bragðtegundirnar; sætt, súrt, salt, beiskt og umami.
Hvað eru Matti og Móa að fara smakka blindandi? Kíkjum á það…

Heimagerðir hamborgarar

Baldvin og Karl

500 g nautahakk
1 tsk. cummin
1 tsk. paprikuduft
1 tsk. laukduft
Salt og pipar
Ostur í bitum (gott að nota afgangsost)
Ostur í sneiðum
Hamborgarabrauð
Bbq-sósa
Tómatar
Agúrkur
Kál

Aðferð:

Blandið kryddinu saman við nautahakkið og blandið vel saman.
Skerið ostinn niður í litla teninga.
Mótið þunna borgara úr hakkinu. Setjið ostateningana í miðjuna og setjið síðan annan borgara yfir.
Smyrjið smjöri á hamborgarabrauðinu.
Skerið agúrku og tómata í sneiðar.
Grillið hamborgarana í 2-3 mínútur á hvorri hlið.
Þegar þið snúið þeim skulið þið setja bbq-sósu á borgarann og ostsneið á hliðina sem búið er að grilla.
Í lokin skulið þið setja hamborgarabrauðin á grillið þannig að þau ristist aðeins.
Setjið tómatana, agúrku og kál á borgara og þær sósur sem ykkur finnst best að setja á og njótið!

Kjúklingavefjur

Baldvin og Karl


2 msk. majónes
1 msk. bbq sósa
Tilbúin elduð kjúklingalæri
1 avókadó
1 paprika
1 bolli maís
Salt og pipar
Tortilla pönnukökur

Aðferð:

Vefjurnar eru ofboðslega auðveldar og hér er ekkert mál að nota þau hráefni sem þið viljið. Við völdum tilbúin kjúklingalæri því þau eru svo þægileg.
Skerið kjúklinginn niður í teninga.
Skerið því næst niður avókadó og papriku.
Blandið saman majónesi og bbq sósu og búið þannig til bbq-majó.
Í stóra skál skulið þið blanda saman papriku, kjúkling, avókadó og bbq-majó og blanda vel saman.
Setjið blönduna á tortilla pönnuköku, brjótið inn hliðarnar og rúllið upp.
Gott er að pakka vefjunni í smjörpappír ef taka á vefjuna með sem nesti.

Þekkir þú bragðið?

Tungan skynjar allar fimm bragðtegundirnar; sætt, súrt, salt, beiskt og umami.
Hvað eru Bladvin og Karl að fara smakka blindandi? Kíkjum á það…