Hollari millimál

Krónan kynnir með stolti Snarlið. Hér má finna örmyndbönd, sniðugar uppskriftir og fræðslu. Markmið Snarlsins er að vekja áhuga hjá krökkum á að læra að elda sjálf holla og fljótlega rétti eftir skóla. Það þarf ekki að vera flókið að framreiða stórkostlegt snarl úr því sem til er í skápunum heima hverju sinni. Við fengum til liðs við okkur sjónvarpskokkinn og snarlmeistarann Ebbu Guðnýju sem er þekkt fyrir að kenna þjóðinni að elda afbragðsgóða en umfram allt holla rétti.

faceshare_icon  twittershare_icon

Hafragrautur

0,75 dl hafrar

100 ml möndlumólk
(eða önnur mjólk)

100 ml vatn

1/2 epli
(skola eplið og sneiða það svo út í pottinn)

5 stk frosin hindber
(má prófa 1-2 msk bláber
eða önnur ber eða ávextir sem þið eigið)

2 msk rjómi

Láta suðuna koma upp en lækka strax aftur og láta malla á lágum hita í um 2 mínútur. Bæta við mjólk, rjóma eða vatni ef þarf og þið viljið hafa þetta allt þynnra.

Bragðbætir og næring:
Kanill
Vanilla
Vanillustevía (3-4 dropar)
Hampfræ
Gojiber
Mórber
Banani

faceshare_icon  twittershare_icon

Hýðishrísgrjónagrautur

1 dl elduð hýðishrísgrjón
(t.d. afgangur frá því úr kvöldmatnum)

1 dl mjólk og/eða rjómi

Hita saman rólega í um 2 mínútur.

Bragðbætir:
Kanill
Niðurskorið epli
Hrásykur eða kókospálmasykur
3 dropar vanillustevía (gefur sætu án hitaeininga og blóðsykurstruflana)

faceshare_icon  twittershare_icon

Hjónabandssæla

180g smjör

150g hafrar

150g gróft spelt

70g kókospálmasykur eða lífrænn hrásykur

50g kókosmjöl

2 dl sulta

Hitið ofninn í 180°C. Bræðið smjörið. Blandið þurrefnunum saman fyrst og blandið svo smjörinu saman við. Ef þið viljið hafa deigið ögn blautara bætið þið við ½ dl af vatni. Þjappið ¾ af deiginu ofan í 24cm eldfast mót og smyrjið sultuna ofan á. Dreifið afganginum af deiginu yfir. Bakið í um 25-30 mín

faceshare_icon  twittershare_icon

Lárpera á hrökkkex

Þvoið lárperuna (avakadó), skerið í tvennt og kreistið út steininn.

Skafið út grænt aldinkjötið á disk.

Skolið súraldin, skerið smá bita af því og kreistið safann yfir lárperuna (avakadó).

Geymið afganginn af súraldinu ofan í glasi, sárið niður, inni í ísskáp.

Saltið ögn með himalaysalti eða sjávarsalti.

Stappið með gaffli og smyrjið svo á hrökkkex eða brauð að eigin vali.

faceshare_icon  twittershare_icon

Soðin egg

Sjóðið vatn í potti. Þegar suðan er komin upp, lækkið aðeins hitann.

Setjið eggin varlega ofan í pottinn með matskeið.

Sjóðið eggin í 6 mínútur ef þau eiga að vera linsoðin en 10 mínútur ef harðsoðin.

Munið að kæla eggin hratt þegar tíminn er runninn upp (6 mínútur eða 10 mínútur) því annars halda þau áfram að eldast.

Linsoðin egg finnst mér best að setja í skál eða glas, ögn af himalayasalti yfir og njóta.

Harðsoðin egg má borða hvernig sem maður vill en þau eru mjög góð ofan á brauð.

faceshare_icon  twittershare_icon

Lárpera (avakadó) og mangó

Þvoið lárperuna (avakadó) og mangóinn. Skerið lárperuna (avakadó) í tvennt og kreistið út steininn. Skafið út grænt aldinkjötið á disk. Afhýðið þann hluta af mangóinum sem þið ætlið að borða og skerið aldinkjötið í bita. 

Skolið súraldin, skerið smá bita af því og kreistið safann yfir lárperuna.

Skreytið og bragðbætið með kókosmjöli og hampfræjum (val)

Þessu má auðveldlega breyta í smoothie-skál með því að mauka þetta saman við lífræna jógúrt eða möndlumjólk og sæta ögn með 4 dropum af vanillustevíu. Þetta myndi ég þá skreyta með goji, hampfræjum og mórberjum.

faceshare_icon  twittershare_icon

Smoothie-skál

1 lítill banani

1 dl bláber

1 dl möndlumjólk

1 tsk súraldinsafi

1 msk gojiber

Blanda vel og bæta svo við 3 matskeiðum af chiafræjum, hrærið af og til á meða þetta er að breytast í bláberjabúðing. Það tekur um 10 mínútur. Ef þið eigið þroskaða peru þá bætið henni endilega við.

Athugið að hér má líka nota lífræna jógúrt í staðinn fyrir möndlumjólkina. Einnig mætti bæta við ögn af lífrænu mysupróteini fyrir þá sem það vilja.

faceshare_icon  twittershare_icon

Berjasjeik

2 dl lífræn möndlumjólk
(blöndu af möndlumjólk og hrísmjólk eða lífræn grísk jógúrt)

2 dl frosin ber eða ávextir
(eða bland af báðu, notið það sem þið eigið og elskið)

1½  banani
(eða 3 döðlur)

1 daðla
(Þá verður drykkurinn sætari, má sleppa. Ég nota oft 1 msk af mórberjum eða gojiberjum)

5-10 dropar vanillustevía
(Setjið í lokin ef þið viljið sætara bragð. Byrjið með 5 dropa)

 

 • Geymið glasið í kæli.
faceshare_icon  twittershare_icon

Pizza

1 dl gróft spelt

¼ tsk. sjávarsalt

1 msk. ólífuolía

3-4 msk. soðið vatn

 

 • Ég set alltaf ólífuolíu á pítsuna mína og smá salat 🙂 
 • Það er mjög sniðugt að nota afganga sem til eru í ísskápnum ofan á pizzu.
faceshare_icon  twittershare_icon

Epla-nachos

1 stórt epli eða 2 minni
(pink lady, voða góð)

Safa úr 1/4-1/3 sítrónu eða límónu
(má sleppa en er mjög gott)

1-2 msk. lífrænt möndlusmjör
(eða gróft hnetusmjör)

40g 50% eða 70% súkkulaði
(70% súkkulaði er minna sætt)

1-2 msk. saxaðar pekanhnetur

1-2 msk. kókosmjöl

faceshare_icon  twittershare_icon

Chia-grautur

3 msk. chia-fræ

1½-2 dl lífræn möndlumjólk eða hrísmjólk

Berjamauk

Ávextir að eigin vali 
(t.d. banani eða mangó)

 

 • Til að útbúa berjamauk: Sjóðið 1 dl af frosnum berjum og 1 msk. af vatni rólega í potti í um það bil 1 mínútu, stappið með stappara og geymið svo í kæli í glerkrukku með loki. Ég set alltaf nokkra dropa af vanillustevíu í mitt berjamauk. Geymist í um 1-2 daga.
 • Best er að gera allt klárt kvöldið áður en maður ætlar að borða hann í morgunmat.
faceshare_icon  twittershare_icon

Heitt kakó

1 dl vatn

3-4 msk. kakó

2-3 msk. kókospálmasykur, hunang eða hrásykur

6-10 dropar vanillustevía
(setjið í lokin ef þið viljið hafa kakóið sætara)

4 dl mjólk

 

 • Ef þið eigið ekki stevíu bætið þið bara við sætu að eigin vali ef þið viljið hafa kakóið sætara.
 • Önnur útgáfa: Bræðið 50g af 56% súkkulaði í ½ l af mjólk að eigin vali. Hitið vel og þá er það tilbúið! Má sæta ögn með ½ tsk. af vanilludufti, 1 tsk. af lífrænu hunangi eða 6 dropum af vanillu-, karamellu- eða kókosstevíu.
faceshare_icon  twittershare_icon

Grilluð vefja

1 vefja eða 1-2 brauðsneiðar

Pestó, tómatsósa eða salsa-sósa (notið það sem er til heima)

Ostur (notið þann sem er til heima)

Annað eftir smekk eins og afgangar úr ísskápnum:
(Smátt saxað grænmeti og kjöt sem dæmi. Þá er best að hita/steikja afgangana í smástund á pönnu í ögn af ólíufolíu og setja svo ofan á brauðið eða inn í vefjuna.)

 

 • Gott að nota smátt skorna tómata og þroskaða lárperu
 • Gott að krydda vel með paprikukryddi til dæmis og Eðal-kjúklingakryddi frá Pottagöldrum á kjöt og grænmetisafganga sem eiga að fara í vefju eða ofan á brauðsneið.
 • Gott er að geyma gæðabrauð í frysti, svo ekkert fari til spillis. Það er mjög auðvelt að ná sér í sneið og sneið og það verður eins og nýtt í ristavélinni eða í grillinu.
faceshare_icon  twittershare_icon

Ostabollur

350 g gróft spelt
(eða heilhveiti/hveiti)

3 tsk. víntsteinslyftiduft

1 tsk. sjávarsalt

100 g rifinn ostur
(mozzarella til dæmis)

5 msk. hvítlauksolía (eða ólífuolía og 2 pressuð hvítlauksrif)

1-2 dl heitt vatn (soðið)

200 ml kókosmjólk
(eða hrein jógúrt, ein dós, og svo heitt vatn á móti þangað til blandan verður að klístruðu deigi)

 

 • Þessar eru alltaf borðaðar með MIKIÐ af kaldpressaðri ólífuolíu og sjávar- eða himalayasalti.
 • Geymið afganginn í kæli eða frysti og hitið upp í ofni. Þá verða þær eins og nýjar.
faceshare_icon  twittershare_icon

Kanilsnúðar

200 g fínmalað spelt
(eða annað mjöl sem er til heima)

150 g grófmalað spelt
(eða annað mjöl sem er til heima)

4 tsk. vínsteinslyftiduft

3-4 msk. hunang

50 g brætt smjör

1-1½ dl mjólk að eigin vali
(eða hrein jógúrt og nota volgt vatn á móti)

Fylling:

Brætt smjör (ca. 4 msk.)

kanill og sæta/sulta eftir smekk

 

 • Athugið að allt heimabakað verður eins og nýtt ef því er stungið inn í heitan ofn í smástund.
faceshare_icon  twittershare_icon

Kókoskúlur

3 dl haframjöl
(
lífrænt og hægt að kaupa glútenlaust fyrir þá sem vilja)

65 g kókospálmasykur
(eða hrásykur)

4-5 msk. kakó

1 tsk. vanilludropar

100 g mjúkt smjör
(láta það standa á stofuborði í a.mk. klukkustund áður en þið notið það)

½-1 dl kókosmjöl
(til að velta kúlunum upp úr í lokin)

faceshare_icon  twittershare_icon

 

 Vöfflur

400 g spelt
(eða það mjöl sem er til heima)

½ tsk. sjávarsalt

2 tsk. kardimommu­duft

2 egg

40 g kaldpressuð ólífuolía
(má nota kókosolíu eða brætt smjör)

3-4 dl mjólk að eigin vali

3-4 dl vatn