Snarlað af hjartans lyst!

Snarlið er eitt af samfélagsverkefnum Krónunnar. Markmið Snarlsins er að vekja áhuga hjá krökkum á fjölbreyttari og hollari fæðu. Við viljum með þessu kenna börnum og unglingum einfaldar og fjölbreyttar uppskriftir á ókeypis matreiðslunámskeiðum Snarlsins í boði Krónunnar.

Námskeiðin hafa notið mikilla vinsælda og nú þegar hafa um 600 krakkar sótt matreiðslunámskeið Snarlsins.

Á heimasíðunni Snarlid.is er að finna fjöldann allan af stuttum matreiðslumyndböndum fyrir börn, unglinga og alla sem eru að taka sín fyrstu skref í eldhúsinu. Í myndböndunum má finna skemmtilegar uppskriftir og góð ráð!

C