
Snarlið er málið!

TikTok vefja og Nutella vefja
- Tortilla pönnukökur
- Foreldaður kjúklingur
- Paprika
- Rifinn ostur
- Nutella
- Litlir sykurpúðar
- Banani
- Jarðarber
TikTok vefjan
Skerið paprikuna í strimla.
Skerið í tortilla pönnukökuna og setjið hráefnið á hana, hvert á sinn fjórðung eins og sýnt er í myndbandinu.
Brjótið vefjuna síðan saman og setjið í samlokugrillið uns hún er orðin fallega brúnuð og osturinn er bráðnaður.
Eftirrétta vefjan
Skerið í tortilla pönnukökuna.
Smyrjið Nutella á þriðjung pönnukökunnar, setjið sykurpúða á næsta þriðjung og loks banana og jarðarber á þann þriðja.
Brjótið saman eins og sýnt er í myndbandinu og setjið á samlokugrillið.
Grillið uns sykurpúðarnir eru bráðnaðir.

Geggjaðir grillaðir eftirréttir
- Ananas
- Bananar
- Púðursykursósa
- 100 g smjör
- 1/2 bolli púðursykur
- 1 msk. kanill
- Safi úr 1/2 lime
- Rjómi
- Ristaðar kókosflögur
- Fersk ber
Setjið í pott og hrærið uns bráðnað saman. Skerið ananasinn í helming og svo hvorn helming aftur til helminga. Hreinsið kjarnann burt. Penslið með púðursykursósunni.
Grillið uns tilbúið og berið þá fram með rjóma, ristuðum kókosflögum, ferskum berjum eða hverju því sem ykkur dettur í hug.

Sjúkleg samloka og pastasalatið sem passar alltaf
- 1/2 agúrka
- Handfylli af kirsuberjatómötum
- 2-4 vorlaukar
- Soðnar pastaskrúfur
- 1/2 bolli fetasotur
- Fersk basillauf
- Flögusalt
Sjóðið pastað. Skerið niður agúrkuna, tómatana og vorlaukinn. Blandið saman og setjið pastað saman við og fetaostin. Rífið niður basil og hrærið létt saman. Að síðustu skal salta örlítið með góðu flögusalti.
Samlokan
- Paprika
- Salami
- Pepperóní
- Chorizo
- Ostur í sneiðum
Sinnepssósa
- Sætt sinnep
- Majónes
Blandið saman sætu sinnepi og majónesi í jöfnum hlutföllum.
Takið stórt snittubrauð og skerið í það. Passið samt að skera það ekki alveg í sundur. Gott er að skera brauðið til helminga svo að samlokan verði ekki of löng en það getur verið vesen að ferðast með of langa samloku. Smyrjið brauðið með sinnepssósunni. Setjið síðan salami, pepperóní og chorizo á brauðið. Því næst papriku og loks ost.

Ísgerðin
Íspinnar
Perur
Nutella
Rjómi
Gott er að nota vel þroskaðar perur. Helst á síðasta sjéns 🙂 Skerið perurnar niður og setjið í blandara.
Bætið Nutella við og rjóma. Blandið vel og hellið í íspinnaform. Skreytið með súkkulaði og kökuskrauti.
Frostpinnar
Mandarínur
Kíví
Jarðarber
Bláber
Brómber
Eplasafi
Skerið ávextina niður ef þarf. Raðið síðan í frostpinnaformin. Fyllið upp með eplasafa. Frystið.
Í Ísgerðinni eru engar reglur. Þið megið setja allt sem ykkur þykir gott í frostpinnana og nota hvaða ávexti sem er. Hægt er að leika sér með ídýfur og skraut og gera íspinnana algjörlega einstaka.

Óvenjulegar pylsur
- Pylsur
- Pylsubrauð
- Salsasósa
- Bakaðar baunir
- Avókadó
- Doritos snakk
- Salthnetur
- Súrar gúrkur
- Bernaise sósa
- BBQ sósu
- Jalapeno
- Parmesan ost
Grillið pylsurnar eftir kúnstnarinnar reglum og setjið svo það meðlæti sem þig langar mest í á þína pylsu. Prófaðu álegg sem þér hefði aldrei dottið í hug að setja á og útkoman mun koma þér merkilega á óvart.

Óvissukarfan
Stir-fry
- Hrísgrjónanúður
- Risarækjur
- 4 msk. súrsæt sósa
- 2 msk. salthnetur
- 3 tsk. sesamfræ
- 2 hvítlauksgeirar
- 3 msk. soya sósa
- 1 msk. hrísgrjónaedik
- 4 msk. tómatsósa
- 2 msk. púðursykur
- 4 msk. sesamolía
- Paprika
- Brokkólí
- Vorlaukur
- Blómkál
Skerið allt grænmetið niður – líka hvítlaukinn. Sjóðið hrísgrjónanúðlurnar og kælið um leið og þær eru tilbúnar. Setjið sesamolíu á pönnu og steikið grænmetið. Bætið rækjunum á pönnuna. Setjið því næst sesamfræ út á. Því næst hrísgrjónaedik, soya sósu og tómatsósu. Að lokum súrsætu sósuna og púðursykur. Hrærið vel í pönnunni. Bætið núðlunum við, setjið svo saltnheturnar saman við. Setjið á disk og skreytið með vorlauk.

Blint smakk snýr aftur!

Sjóðandi heit húsráð
Hvernig á að skera lauk án þess að gráta? Og fleira..

Snarlið þá og nú
Hvað hefur breyst?